Fjórir ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 16:35 Frá mótmælum sem fóru fram í kjölfar dauða stúlkunnar í byrjun mánaðarins. EPA/RAJAT GUPTA Fjórir indverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Meðal mannanna er prestur, sem er meðal annars sakaður um að þvinga móður stúlkunnar til að brenna lík hennar með því markmiði að eyða sönnunargögnum. Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira