Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:31 Pétur Theódór er á leið til Breiðabliks. Stöð 2 Sport Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans. Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann