Matti er sölustjóri hjá Nóa Síríus og sér einnig um Podcast stöðina. Matti vildi mála alla íbúðina og skipta um gólfefni, gardínur og hurðir. Einnig ákvað hann að rífa eldhúsinnréttinguna út og breyta aðeins skipulaginu til þess að njóta útsýnisins betur. Að lokum vildi hann rífa allt út af baðherberginu, þar með talið flísar, gólfefni, sturtu, baðkar og innréttingar. Í þættinum byggðu Gulli og Matti líka ótrúlega sniðuga bekki og borð á svalirnar.
Matti stefndi á að taka íbúðina í gegn á aðeins fimm vikum þrátt fyrir að gera allt sjálfur eða með aðstoð Gulla eða vina sinna. Breytingin var alveg mögnuð og má sjá lokaútkomuna í spilaranum hér fyrir neðan. Þar má meðal annars sjá einstakan vask sem Matti smíðaði sjálfur og eldhúsborðplötu sem Matti útbjó með því að saga úr stórri flís með marmaramunstri.