Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 18:30 Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun