Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 22:27 Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira