Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:01 Arnar Þór Viðarsson á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í dag fyrir leikina við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland. vísir/vilhelm „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26
Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52