Emerson gekk í raðir Barcelona árið 2019 frá Atlético Mineiro í heimalandinu, en var strax lánaður til Real Betis.
Á tíma sínum hjá Real Betis lék hann 73 deildarleiki og skoraði í þeim fjögur mörk. Emerson á einnig að baki fjóra landsleiki fyrir brasilíska landsliðið.
Eftir dvölina hjá Real Betis greiddi Barcelona níu milljónir evra fyrir að fá Emerson í sínar raðir. Það var í júní, en nú er hann á leið til Tottenham eftir einungis þrjá deildarleiki með Barcelona.
We are delighted to announce the signing of Emerson Royal from @FCBarcelona!
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 31, 2021
Welcome to Spurs!