Kaupmannahafnarliðið greinir frá þessu á Twitter síðu sinni, en Ísak skrifar undir samning til ársins 2026.
Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Svíþjóð, og á tímabili var hann orðaður við evrópska risa á borð við Liverpool, Manchester United og Real Madrid.
Ísak er þessa stundina að taka þátt í landsliðsverkefni með íslenska A-landsliðinu sem mætir Rúmenum, Norður-Makedónum og Þjóðverjum í undankeppni HM á næstu dögum. Að þeim leikjum loknum flytur Ísak til Kaupmannahafnar.
Ísak er fjórði Íslendingurinn í herbúðum FC Kaupmannahafnar, en þar eru fyrir þeir Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson.
For our International followers: F.C. Copenhagen has secured the huge Icelandic talent, Ísak Bergmann Jóhannesson until the summer of 2026 #fcklive https://t.co/s47vwlGOlP
— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021