Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. september 2021 08:27 Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Vísir/Egill/Sigurjón Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira