Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 19:45 Kári Árnason segir mál KSÍ og brota landsliðsmanna vera landsliðshópnum erfitt. VÍSIR/DANÍEL Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. „Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
„Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira