Semedo kom síðust í mark í sínum riðli í undanrásum í 200 metra hlaupi í flokki T11 og komst fyrir vikið ekki áfram.
Hún fékk hins vegar ágætis sárabót þegar meðhlaupari hennar, Manuel Antonio Vaz de Vega, kraup og bað hennar eftir hlaupið. Aðrir keppendur og meðhlauparar stóðu hjá og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Semedo sagði já.
#Paralympics proposal alert
— Paralympic Games (@Paralympics) September 2, 2021
Manuel Antonio Vaz da Veiga, guide to Keula Nidreia Pereira Semedo, popped the question after the women's T11 200m heats
May the two of them run together for life! #Tokyo2020 #ParaAthletics pic.twitter.com/BYfWVwtwYm
Auk þess að vera afrekskona í frjálsum íþróttum situr hin 32 ára Semedo fyrir og útskrifaðist úr námi í sjúkraþjálfun. Semedo fæddist á Grænhöfðaeyjum en hefur búið í Portúgal undanfarin áratug eða svo. Hún byrjaði aftur að keppa 2012 eftir hlé.
Semedo er ekki eini keppandinn sem hefur fengið bónorð á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í sumar. Þjálfari skylmingakonunnar Mariu Belen Perez Maurice bað hennar á skemmtilegan hátt í sjónvarpsviðtali eftir að hún féll úr keppni á Ólympíuleikunum í lok júlí.
Y después del combate de esgrima le pidieron casamiento a María Belén Pérez Maurice en vivo. pic.twitter.com/wEmGuOW7CB
— Rústico (@lautarojl) July 26, 2021