Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 22:21 Adam Geir brotnaði á þremur hryggjarliðum eftir að hann reyndi að leika Sveppadýfuna eftir. Vísir Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“ Vesturbyggð Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“
Vesturbyggð Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira