Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og stefna Sósíalistaflokksins Árni Múli Jónasson skrifar 3. september 2021 18:30 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar