Cuoco og Cook tilkynntu skilnaðinn með fréttatilkynningu til fréttastofu E! í dag.
Í tilkynningunni segja þau að ákvörðunin hafi verið tekin í sameiningu. Þau elski og virði hvort annað mikið en að þau séu á leið hvort í sína áttina. Þau segja einnig að þau muni ekki tjá sig frekar um málið.
Þau kynntust árið 2016 þegar Cuoco var nýskilin við fyrrverandi eiginmann sinn, tennisleikarann Ryan Sweeting.
Þegar Cuoco og Cook gengu í hjónaband vakti athygli að þau bjuggu ekki saman. Þau fluttu ekki inn saman fyrr en þau höfðu verið gift í tvö ár.
Í viðtali sagði Cuoco að þau hefðu ákveðið að flytja saman vorið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var nýhafinn. Hún sagði ákvörðunina hafa verið góða fyrir samband þeirra og að þau hefðu komist að því að þeim líki vel hvort við annað. Sú fullyrðing eltist ekki vel.