Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 4. september 2021 11:30 Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Umhverfismál Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar