Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 4. september 2021 11:30 Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Umhverfismál Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun