Berjaspretta með besta móti víða: „Bara að mæta í móann og byrja að tína“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 20:55 Bláberin eru víða stór og safarík. Vísir/Egill Það er gósentíð í bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð þar sem berjasprettan í ár þykir vera góð. Ein helsta berjatínslukona landsins hvetur landsmenn alla til að drífa sig í berjamó. Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“ Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“
Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira