Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 10:31 Heilbrigðisstarfsmenn flytja íbúa á brott úr vöruskemmunni. AP/Chris Granger Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. „Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira