„Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2021 08:31 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að framtíð íslenska fótboltans sé björt. Mynd/skjáskot Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Grikkjum í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í dag. Davíð Snorri Jónasson segir að gríska liðið sé erfitt að eiga við, en að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
„Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira