Svívirðileg spilling og arðrán Árni Múli Jónasson skrifar 7. september 2021 10:01 Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun