Heilbrigðismál í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir skrifar 8. september 2021 07:07 Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun