Undankeppni HM - Danir og Norðmenn skoruðu fimm Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. september 2021 21:18 Erling Haaland skoraði þrennu í kvöld EPA-EFE/LISE ASERUD Undankeppni Evrópu fyrir HM 2022 í Katar hélt áfram í kvöld en leikið var í fimm riðlum. Flestar Norðurlandaþjóðirnar voru í miklu stuði en Danir, Norðmenn og Færeyingar skiluðu öll þremur stigum í hús. Í A riðli mættust Aserbaijan og Portúgal þar sem Portúgal vann þægilegan 0-3 sigur með mörkum frá Bernando Silva, Andre Silva og Diego Jota. Þá gerðu Írar vel og náðu jafntefli við Serbíu. Portúgalir eru efstir í riðlinum með 13 stig en Serbar eru með 11. Í D riðli gerðu Bosnía og Kasakstan 2-2 jafntefli þar sem Miralem Pjanic lagði upp og skoraði. Í hinum leiknum sem fram fór í kvöld unnu Frakkar 2-0 sigur á Finnum þar sem Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Frakka. Frakkar eru efstir í riðlinum sem stendur með 12 stig þrátt fyrir nokkurt bras í undanförnum leikjum. Í F riðli unnu Skotar góðan sigur Austurríki 0-1 á útivelli. Danir unnu svo Ísrael 5-0 á Parken, en sigurganga Dana hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Þeir eru með fullt hús stiga og langefstir í riðlinum með 18 stig eftir sex leiki. Þeir hafa skorað 22 mörk sjálfir og ekki fengið á sig eitt einasta. Þvílík frammistaða. Þá fengu Færeyingar lið Moldóvu í heimsókn og unnu frábæran heimasigur, 2-1. Cornelius skoraði í lokinEPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Í G riðli gerðu Svartfjallaland og Lettland 0-0 jafntefli og Hollendingar burstuðu Tyrki með sex mörkum gegn engu. Erling Haaland var svo í miklu stuði fyrir Norðmenn og setti þrennu í 5-1 sigri. Norðmenn og Holland eru bæði með 13 stig eftir sex leiki og Tyrkir eru með 11. Í H riðli sigruðu Króatar lið Slóvena nokkuð þægilega 3-0 og Rússar báru sigurorð af Maltverjum 2-0. Þá sigruðu Slóvakar lið Kýpur 2-0. HM 2022 í Katar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Í A riðli mættust Aserbaijan og Portúgal þar sem Portúgal vann þægilegan 0-3 sigur með mörkum frá Bernando Silva, Andre Silva og Diego Jota. Þá gerðu Írar vel og náðu jafntefli við Serbíu. Portúgalir eru efstir í riðlinum með 13 stig en Serbar eru með 11. Í D riðli gerðu Bosnía og Kasakstan 2-2 jafntefli þar sem Miralem Pjanic lagði upp og skoraði. Í hinum leiknum sem fram fór í kvöld unnu Frakkar 2-0 sigur á Finnum þar sem Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Frakka. Frakkar eru efstir í riðlinum sem stendur með 12 stig þrátt fyrir nokkurt bras í undanförnum leikjum. Í F riðli unnu Skotar góðan sigur Austurríki 0-1 á útivelli. Danir unnu svo Ísrael 5-0 á Parken, en sigurganga Dana hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Þeir eru með fullt hús stiga og langefstir í riðlinum með 18 stig eftir sex leiki. Þeir hafa skorað 22 mörk sjálfir og ekki fengið á sig eitt einasta. Þvílík frammistaða. Þá fengu Færeyingar lið Moldóvu í heimsókn og unnu frábæran heimasigur, 2-1. Cornelius skoraði í lokinEPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Í G riðli gerðu Svartfjallaland og Lettland 0-0 jafntefli og Hollendingar burstuðu Tyrki með sex mörkum gegn engu. Erling Haaland var svo í miklu stuði fyrir Norðmenn og setti þrennu í 5-1 sigri. Norðmenn og Holland eru bæði með 13 stig eftir sex leiki og Tyrkir eru með 11. Í H riðli sigruðu Króatar lið Slóvena nokkuð þægilega 3-0 og Rússar báru sigurorð af Maltverjum 2-0. Þá sigruðu Slóvakar lið Kýpur 2-0.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira