Tæknivæðing starfa – Aukinn ójöfnuður, nema... Árni Múli Jónasson skrifar 8. september 2021 16:31 Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun