Hvernig verða orkuskiptin í sjávarútvegi? Gréta María Grétarsdóttir skrifar 9. september 2021 09:01 Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Að sama skapi verðum við að horfa til þess sem skilar áþreifanlegum árangri. Við verðum að nýta vísindi og hugvit, horfa á tölur og staðreyndir og horfa til margvíslegrar hugmynda- og aðferðafræði. Lausnin á loftslagsvandanum verður ekki einföld heldur kemur hún úr ýmsum áttum. Á Íslandi er sjávarútvegur ein þeirra greina sem, sökum stærðar, skiptir miklu máli í losun gróðurhúsalofttegunda. Vistspor sjávarútvegs er stórt ef litið er á það eitt og sér – en áður en við stígum næstu skref verðum við þó fyrst að skoða hlutina í samhengi. Sjávarútvegur er líka dæmi um það hvernig stórar atvinnugreinar geta náð eftirtektarverðum árangri í loftslagsmálum en um leið blómstrað og haldið samkeppnishæfni sinni. Kolefnisspor vegna fiskveiða við Ísland er í dag einungis tæplega helmingur þess sem það var fyrir aldarfjórðungi. Á sama tíma hefur losun koltvísýrings í hagkerfi Íslands meira en tvöfaldast. Þetta kemur til af ýmsu; hagkvæmari veiðum, endurnýjun skipaflotans með nýrri hönnun og sparneytnari vélum, betri veiðitækni og betra ástands fiskistofna. Sömuleiðis er rétt að horfa til þess að fiskur sem prótíngjafi hefur einnig í eðli sínu minna vistspor á alþjóðlega vísu en landbúnaður, þar sem hann notar hvorki dýrmætt landrými né hefðbundin aðföng landbúnaðar. Áætlað er að greinin haldi áfram að minnka losun vegna skipanotkunar næstu árin, a.m.k. til ársins 2030. Framundan eru ýmis verkefni, rafvæðing hafna, þróun léttari veiðarfæra o.fl. sem stuðla munu að enn minnkandi olíunotkun. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi skilaði af sér mjög metnaðarfullum markmiðum fyrr í sumar en meðal annars er stefnt að því að heildaráhrifum losunar vegna veiða verði alfarið útrýmt frá og með árinu 2026. Þetta er alls ekki óvinnandi markmið en það verður aðeins gert með kolefnisbindingu sem jafnar losun hjá fiskveiðiflotanum. Þetta er að nokkru leyti þegar til staðar því sjávarútvegurinn greiðir um 2 milljarða kr. á ári í kolefnisgjald til stjórnvalda. Kolefnisjöfnun og þátttaka í verkefnum sem draga úr heildarlosun geta jafnað út loftslagsáhrif greinarinnar meðan fiskveiðiflotinn brennir olíu. Þetta breytir þó ekki því að endanlegt markmið hlýtur að vera að afmá á endanum kolefnissporið eða því sem næst. Þegar kemur að veiðum er staðreyndin hins vegar sú að við vitum ekki hvernig orkuskiptin munu fara fram. Skipin sem sækja fiskinn eru knúin af olíu og tæknin til að knýja áfram skipin án nokkurs útblásturs er ekki til. Verið er að þróa ýmsar hugmyndir sem lofa margar mjög góðu en ekkert er svo langt komið að varanleg lausn sé í sjónmáli. Slík lausn mun alltaf krefjast mikilla fjárfestinga í nýrri tækni og enn frekari endurnýjunar fiskveiðiflotans. Fyrsta skrefið er því að safna saman hugviti og hugmyndum og fjárfesta í þróun sem skilar hagkvæmum og sjálfbærum veiðum. Ein forsenda þess er að svigrúmið og starfsöryggið til að fjárfesta í slíkri þróun til langs tíma sé til staðar. Brim tekur loftslagsmál mjög alvarlega, líkt og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Heilbrigði hafsins eru hagsmunir okkar líkt og samfélagsins alls. Góðar lausnir verða til þegar gott fólk kemur saman. Lausnin á losun í sjávarútvegi liggur í nýsköpun og þróun, samvinnu fólks; sérfræðinga í sjávarútvegi, í nýsköpunargeiranum og í fræðasamfélaginu. Þetta mikilvæga verkefni er alls ekki nýtt fyrir okkur. Aukin verðmætasköpun, sem er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, og batnandi ástand fiskistofna hafa síðustu áratugi verið knúin áfram af nýsköpun, þróun og verndarsjónarmiðum. Brim kallar því eftir hugmyndum, fagnar og hvetur til samvinnu um það hvernig við getum komið enn frekar að liði, haldið áfram að skapa vörur og verðmæti fyrir samfélagið en um leið varið og ræktað lífríki okkar og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í kjölfar nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna blasir við öllum sem einhver áhrif geta haft á loftslag jarðar, að bregðast verður við hratt og af öryggi. Hlutverk stjórnvalda er auðvitað mikilvægast, þeirra er að túlka vilja kjósenda og móta stefnuna. Málefnið er hins vegar svo áríðandi að það krefst þess að allir sem eitthvað geta haft um það að segja bregðist við og leggist saman á árarnar. Að sama skapi verðum við að horfa til þess sem skilar áþreifanlegum árangri. Við verðum að nýta vísindi og hugvit, horfa á tölur og staðreyndir og horfa til margvíslegrar hugmynda- og aðferðafræði. Lausnin á loftslagsvandanum verður ekki einföld heldur kemur hún úr ýmsum áttum. Á Íslandi er sjávarútvegur ein þeirra greina sem, sökum stærðar, skiptir miklu máli í losun gróðurhúsalofttegunda. Vistspor sjávarútvegs er stórt ef litið er á það eitt og sér – en áður en við stígum næstu skref verðum við þó fyrst að skoða hlutina í samhengi. Sjávarútvegur er líka dæmi um það hvernig stórar atvinnugreinar geta náð eftirtektarverðum árangri í loftslagsmálum en um leið blómstrað og haldið samkeppnishæfni sinni. Kolefnisspor vegna fiskveiða við Ísland er í dag einungis tæplega helmingur þess sem það var fyrir aldarfjórðungi. Á sama tíma hefur losun koltvísýrings í hagkerfi Íslands meira en tvöfaldast. Þetta kemur til af ýmsu; hagkvæmari veiðum, endurnýjun skipaflotans með nýrri hönnun og sparneytnari vélum, betri veiðitækni og betra ástands fiskistofna. Sömuleiðis er rétt að horfa til þess að fiskur sem prótíngjafi hefur einnig í eðli sínu minna vistspor á alþjóðlega vísu en landbúnaður, þar sem hann notar hvorki dýrmætt landrými né hefðbundin aðföng landbúnaðar. Áætlað er að greinin haldi áfram að minnka losun vegna skipanotkunar næstu árin, a.m.k. til ársins 2030. Framundan eru ýmis verkefni, rafvæðing hafna, þróun léttari veiðarfæra o.fl. sem stuðla munu að enn minnkandi olíunotkun. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi skilaði af sér mjög metnaðarfullum markmiðum fyrr í sumar en meðal annars er stefnt að því að heildaráhrifum losunar vegna veiða verði alfarið útrýmt frá og með árinu 2026. Þetta er alls ekki óvinnandi markmið en það verður aðeins gert með kolefnisbindingu sem jafnar losun hjá fiskveiðiflotanum. Þetta er að nokkru leyti þegar til staðar því sjávarútvegurinn greiðir um 2 milljarða kr. á ári í kolefnisgjald til stjórnvalda. Kolefnisjöfnun og þátttaka í verkefnum sem draga úr heildarlosun geta jafnað út loftslagsáhrif greinarinnar meðan fiskveiðiflotinn brennir olíu. Þetta breytir þó ekki því að endanlegt markmið hlýtur að vera að afmá á endanum kolefnissporið eða því sem næst. Þegar kemur að veiðum er staðreyndin hins vegar sú að við vitum ekki hvernig orkuskiptin munu fara fram. Skipin sem sækja fiskinn eru knúin af olíu og tæknin til að knýja áfram skipin án nokkurs útblásturs er ekki til. Verið er að þróa ýmsar hugmyndir sem lofa margar mjög góðu en ekkert er svo langt komið að varanleg lausn sé í sjónmáli. Slík lausn mun alltaf krefjast mikilla fjárfestinga í nýrri tækni og enn frekari endurnýjunar fiskveiðiflotans. Fyrsta skrefið er því að safna saman hugviti og hugmyndum og fjárfesta í þróun sem skilar hagkvæmum og sjálfbærum veiðum. Ein forsenda þess er að svigrúmið og starfsöryggið til að fjárfesta í slíkri þróun til langs tíma sé til staðar. Brim tekur loftslagsmál mjög alvarlega, líkt og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Heilbrigði hafsins eru hagsmunir okkar líkt og samfélagsins alls. Góðar lausnir verða til þegar gott fólk kemur saman. Lausnin á losun í sjávarútvegi liggur í nýsköpun og þróun, samvinnu fólks; sérfræðinga í sjávarútvegi, í nýsköpunargeiranum og í fræðasamfélaginu. Þetta mikilvæga verkefni er alls ekki nýtt fyrir okkur. Aukin verðmætasköpun, sem er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, og batnandi ástand fiskistofna hafa síðustu áratugi verið knúin áfram af nýsköpun, þróun og verndarsjónarmiðum. Brim kallar því eftir hugmyndum, fagnar og hvetur til samvinnu um það hvernig við getum komið enn frekar að liði, haldið áfram að skapa vörur og verðmæti fyrir samfélagið en um leið varið og ræktað lífríki okkar og umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun