Sigvaldi og félagar settu tóninn snemma og áður en menn vissu af var munurinn orðinn tíu mörk, 13-3. Gestirnir náðu að rétta sig aðeins við næstu mínútur áður en Kielce fór á flug aftur og staðan var 23-14 þegar að flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var nokkuð jafnari en sá fyrri þrátt fyrir að Sigvaldi og félagar hafi haldið áfram að breikka bilið. Gestirnir í Gwardia Opole áttu í raun aldrei afturkvæmt og lokatölur urðu 40-24.
Kielce er því enn með fullt hús stiga eftir tvo leiki í pólsku deildinni á meðan að gestirnir eru enn í leit að sínum fyrstu stigum.