Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 08:31 Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spila saman hjá Vålerenga og eru í fyrsta sinn á leið saman í verkefni hjá A-landsliðinu. Ingibjörg hefur leikið 37 leiki fyrir það. Facebook/@valerengadamerfotball „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Það vekur auðvitað athygli þegar 17 ára knattspyrnukona er farin að spila fyrir eitt af bestu liðum norsku úrvalsdeildarinnar, Vålerenga, og skora þar glæsimörk með bylmingsskotum, eins og Amanda hefur gert í sumar. Knattspyrnusamband Íslands og norska knattspyrnusambandið eru bæði vel meðvituð um hæfileikana sem í Amöndu búa og þegar hún var ekki valin í landsliðsverkefni á Íslandi í byrjun sumars æfði hún með U19-landsliði Noregs, þar sem þessi mynd var tekin: View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Samkvæmt nýjum reglum FIFA þarf Amanda að spila fleiri en þrjá mótsleiki fyrir A-landslið til að mega ekki lengur skipta um landslið. Henni getur því enn snúist hugur og hún spilað fyrir Noreg, en ef hún spilaði 1-3 A-landsleiki fyrir Ísland fyrst þyrftu þrjú ár að vera liðin frá síðasta leik hennar fyrir Ísland. Fyrsti A-landsleikur Amöndu gæti runnið upp eftir ellefu daga þegar Ísland byrjar nýja undankeppni HM með leik við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli og hún er afar spennt fyrir þeim möguleika. Spilaði með yngri landsliðum Íslands og vildi ekki skipta „Holland er með frábært lið og ég er auðvitað bara mjög spennt að fara í þetta landsliðsverkefni og hitta alla og kynnast öllum. Það væri auðvitað bara bónus ef ég fengi nokkrar mínútur. Íslenska landsliðið er mjög gott lið, með marga góða leikmenn og líka mikið af ungum leikmönnum sem hafa staðið sig vel. Þetta verður mjög gaman.“ En var það erfið ákvörðun að velja Ísland fram yfir Noreg? „Já og nei. Ég hef spilað með yngri landsliðum Íslands og vil bara halda áfram að spila fyrir Ísland. Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég bjó á Íslandi og hef spilað þar í yngri flokkum,“ segir Amanda í viðtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún segir samtal við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara hafa hjálpað til við ákvörðunina: „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun.“ Ekkert nema stuðningur frá fjölskyldunni Aðspurð hvort að móðurættin og fleiri hafi ekki þrýst eitthvað á hana um að velja frekar Noreg hlær Amanda og svarar: „Nei, nei. Alla vega ekki fjölskyldan. Þau styðja mig bara í því sem að ég geri.“ Og hún hefur ekki fengið símtal frá Martin Sjögren, þjálfara A-landsliðs Noregs: „Ég hef ekki talað við hann en ég hef talað við norska knattspyrnusambandið.“ Sumir virðast telja að Amanda ætti að vera búin að fá fyrr tækifæri í íslenska A-landsliðinu, þrátt fyrir að hún sé aðeins 17 ára. Sjálf segist hún þó ekki hafa búist við því áður að vera valin. Stóð snemma á eigin fótum í atvinnumennsku Amanda flutti aðeins 15 ára gömul frá Íslandi til að spila fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hún tók sín fyrstu skref í meistaraflokki 16 ára gömul. Fjölskyldan flutti með henni og var með henni í Danmörku fyrsta árið en síðan þá hefur Amanda staðið á eigin fótum, fyrst í Danmörku og svo í Noregi eftir að hún gekk í raðir Vålerenga í desember á síðasta ári. Hjá Vålerenga hefur Amanda skorað þrjú mörk í ellefu leikjum í norsku úrvalsdeildinni, síðast gegn Rosenborg á dögunum en markið glæsilega má sjá hér að neðan: Amanda hefur einnig leikið með Vålerenga í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og í liðinu leikur hún með landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur. „Hún er alveg frábær stelpa. Góður karakter og það er mjög gaman að hafa hérna í Vålerenga, svo maður hafi einhvern Íslending til að tala við,“ segir Amanda, ánægð með að eiga miðvörðinn sterka að. Við pabbi höfum æft mikið saman Andri, faðir Amöndu, þótti sjálfur gríðarlega mikið efni þegar hann var yngri og fór 17 ára gamall til Bayern München. „Ég og pabbi höfum æft mikið saman frá því að ég var lítil. Hann hefur hjálpað mér mikið í fótboltanum,“ segir Amanda en hvernig leikmaður er hún sjálf og hvert stefnir hún í framtíðinni? „Ég er sóknarsinnaður miðjumaður, vil vera mikið í boltanum og er með góðan skotfót. Ég spila núna með Vålerenga og já, er bara alltaf að reyna að verða betri í fótbolta. Frá því að ég kom hingað finnst mér ég hafa bætt mig alveg helling og ég vil bara halda því áfram, fá að spila meira og byrja fleiri leiki Ég stefni á að spila í landsliðinu og í góðu liði í Evrópu en núna snýst þetta bara um að halda áfram að bæta mig hér í Vålerenga,“ segir Amanda. Hún stefnir því hátt og er tilbúin að leggja hart að sér til þess að ná þangað, og kveðst til að mynda ætla sér að komast í EM-hóp Íslands sem fer til Englands næsta sumar: „Það er markmiðið. En mikilvægast fyrir mig er að halda áfram að bæta mig og ég er auðvitað enn ung.“ Uppfært: Upphaflega var fullyrt að Amanda gæti ekki skipt um A-landslið eftir fyrstu mínútuna sem hún spilaði fyrir Ísland í mótsleik. Samkvæmt nýjum reglum FIFA gæti hún hins vegar spilað fyrir Noreg í framtíðinni þó að hún myndi spila 1-3 A-landsleiki (í undankeppnum stórmóta) fyrir Ísland fyrir 21 árs aldur. Þrjú ár þyrftu þó að líða á milli síðasta A-landsleiks fyrir Ísland og fyrsta A-landsleik fyrir Noreg. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Sjá meira
Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Það vekur auðvitað athygli þegar 17 ára knattspyrnukona er farin að spila fyrir eitt af bestu liðum norsku úrvalsdeildarinnar, Vålerenga, og skora þar glæsimörk með bylmingsskotum, eins og Amanda hefur gert í sumar. Knattspyrnusamband Íslands og norska knattspyrnusambandið eru bæði vel meðvituð um hæfileikana sem í Amöndu búa og þegar hún var ekki valin í landsliðsverkefni á Íslandi í byrjun sumars æfði hún með U19-landsliði Noregs, þar sem þessi mynd var tekin: View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Samkvæmt nýjum reglum FIFA þarf Amanda að spila fleiri en þrjá mótsleiki fyrir A-landslið til að mega ekki lengur skipta um landslið. Henni getur því enn snúist hugur og hún spilað fyrir Noreg, en ef hún spilaði 1-3 A-landsleiki fyrir Ísland fyrst þyrftu þrjú ár að vera liðin frá síðasta leik hennar fyrir Ísland. Fyrsti A-landsleikur Amöndu gæti runnið upp eftir ellefu daga þegar Ísland byrjar nýja undankeppni HM með leik við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli og hún er afar spennt fyrir þeim möguleika. Spilaði með yngri landsliðum Íslands og vildi ekki skipta „Holland er með frábært lið og ég er auðvitað bara mjög spennt að fara í þetta landsliðsverkefni og hitta alla og kynnast öllum. Það væri auðvitað bara bónus ef ég fengi nokkrar mínútur. Íslenska landsliðið er mjög gott lið, með marga góða leikmenn og líka mikið af ungum leikmönnum sem hafa staðið sig vel. Þetta verður mjög gaman.“ En var það erfið ákvörðun að velja Ísland fram yfir Noreg? „Já og nei. Ég hef spilað með yngri landsliðum Íslands og vil bara halda áfram að spila fyrir Ísland. Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég bjó á Íslandi og hef spilað þar í yngri flokkum,“ segir Amanda í viðtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún segir samtal við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara hafa hjálpað til við ákvörðunina: „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun.“ Ekkert nema stuðningur frá fjölskyldunni Aðspurð hvort að móðurættin og fleiri hafi ekki þrýst eitthvað á hana um að velja frekar Noreg hlær Amanda og svarar: „Nei, nei. Alla vega ekki fjölskyldan. Þau styðja mig bara í því sem að ég geri.“ Og hún hefur ekki fengið símtal frá Martin Sjögren, þjálfara A-landsliðs Noregs: „Ég hef ekki talað við hann en ég hef talað við norska knattspyrnusambandið.“ Sumir virðast telja að Amanda ætti að vera búin að fá fyrr tækifæri í íslenska A-landsliðinu, þrátt fyrir að hún sé aðeins 17 ára. Sjálf segist hún þó ekki hafa búist við því áður að vera valin. Stóð snemma á eigin fótum í atvinnumennsku Amanda flutti aðeins 15 ára gömul frá Íslandi til að spila fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hún tók sín fyrstu skref í meistaraflokki 16 ára gömul. Fjölskyldan flutti með henni og var með henni í Danmörku fyrsta árið en síðan þá hefur Amanda staðið á eigin fótum, fyrst í Danmörku og svo í Noregi eftir að hún gekk í raðir Vålerenga í desember á síðasta ári. Hjá Vålerenga hefur Amanda skorað þrjú mörk í ellefu leikjum í norsku úrvalsdeildinni, síðast gegn Rosenborg á dögunum en markið glæsilega má sjá hér að neðan: Amanda hefur einnig leikið með Vålerenga í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og í liðinu leikur hún með landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur. „Hún er alveg frábær stelpa. Góður karakter og það er mjög gaman að hafa hérna í Vålerenga, svo maður hafi einhvern Íslending til að tala við,“ segir Amanda, ánægð með að eiga miðvörðinn sterka að. Við pabbi höfum æft mikið saman Andri, faðir Amöndu, þótti sjálfur gríðarlega mikið efni þegar hann var yngri og fór 17 ára gamall til Bayern München. „Ég og pabbi höfum æft mikið saman frá því að ég var lítil. Hann hefur hjálpað mér mikið í fótboltanum,“ segir Amanda en hvernig leikmaður er hún sjálf og hvert stefnir hún í framtíðinni? „Ég er sóknarsinnaður miðjumaður, vil vera mikið í boltanum og er með góðan skotfót. Ég spila núna með Vålerenga og já, er bara alltaf að reyna að verða betri í fótbolta. Frá því að ég kom hingað finnst mér ég hafa bætt mig alveg helling og ég vil bara halda því áfram, fá að spila meira og byrja fleiri leiki Ég stefni á að spila í landsliðinu og í góðu liði í Evrópu en núna snýst þetta bara um að halda áfram að bæta mig hér í Vålerenga,“ segir Amanda. Hún stefnir því hátt og er tilbúin að leggja hart að sér til þess að ná þangað, og kveðst til að mynda ætla sér að komast í EM-hóp Íslands sem fer til Englands næsta sumar: „Það er markmiðið. En mikilvægast fyrir mig er að halda áfram að bæta mig og ég er auðvitað enn ung.“ Uppfært: Upphaflega var fullyrt að Amanda gæti ekki skipt um A-landslið eftir fyrstu mínútuna sem hún spilaði fyrir Ísland í mótsleik. Samkvæmt nýjum reglum FIFA gæti hún hins vegar spilað fyrir Noreg í framtíðinni þó að hún myndi spila 1-3 A-landsleiki (í undankeppnum stórmóta) fyrir Ísland fyrir 21 árs aldur. Þrjú ár þyrftu þó að líða á milli síðasta A-landsleiks fyrir Ísland og fyrsta A-landsleik fyrir Noreg.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Sjá meira