Við erum orðin þreytt en munum ekki þagna Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 9. september 2021 22:31 Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun