Innlit í einstakt 38 fermetra smáhýsi Bjargar í Spakmannsspjörum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2021 12:31 Vala Matt heimsótti Björgu Ingadóttur fatahönnuð. Ísland í dag Hinn margverðlaunaði hönnuður Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum byggði ásamt manni sínum Finnboga Kristjánssyni pínulítið hús í sveitinni, þar sem hún kemur öllu fyrir sem hún þarf á að halda. Í þessu skemmtilega smáhýsi er allt einfalt en líka smekklegt og töff og allt útpælt. Húsið er í heildina 38 fermetrar og er innréttað með furu og svörtum lit sem kemur vel út saman. „Ég sá þetta hús á Facebook á þrjúhundruð þúsund og mér fannst það æði,“ segir Björg um söguna á bak við þetta verkefni hjónanna. Björg skoðaði húsið og þá var ekki aftur snúið. „Svo þegar það var komið hingað þá kom í ljós að það kostaði þrjúhundruð þúsund út af dottlu, það var rosa mikið sem þurfti að gera.“ Björg og Finnbogi byrjuðu á að klæða húsið að innan og utan og svo þurfti að draga nýtt rafmagn í það og skipta út gluggunum sem voru ónýtir. „Það sem hefur komið voðalega mikið á óvart, er hvað ég er ótrúlega ánægð í litla krútthúsinu mínu.“ Hver millimeter nýttur Þau hjónin hafa verið mjög úrræðagóð og búið til mjög sérstakt svæði fyrir utan húsið með nokkurs konar torfhleðslu þar sem þau fá skjól og þar eru þau einnig með útisturtu. Svo útbjuggu þau setbaðkar sem er snilld í svona litlu húsi og þau földu ísskápinn í einum veggnum í eldhúsinu. „Þetta er bara eins og í sníðagerð, maður nýtir efnið til hins ítrasta.“ Björg segir að það þurfi ekki stórt hús til að líða vel og njóta. „Maður þarf að liggja yfir hverjum einasta millimeter og hugsa, hvað þarf ég? Hér er enginn óþarfi en hér er ekkert sem mér finnst ekki fallegt.“ Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í heimsókn í litla húsið hjá Björgu og Finnboga. Innlitið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Pínulítið íbúðarhús Bjargar með allt sem þarf! Tíska og hönnun Hús og heimili Ísland í dag Tengdar fréttir Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01 Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira
Í þessu skemmtilega smáhýsi er allt einfalt en líka smekklegt og töff og allt útpælt. Húsið er í heildina 38 fermetrar og er innréttað með furu og svörtum lit sem kemur vel út saman. „Ég sá þetta hús á Facebook á þrjúhundruð þúsund og mér fannst það æði,“ segir Björg um söguna á bak við þetta verkefni hjónanna. Björg skoðaði húsið og þá var ekki aftur snúið. „Svo þegar það var komið hingað þá kom í ljós að það kostaði þrjúhundruð þúsund út af dottlu, það var rosa mikið sem þurfti að gera.“ Björg og Finnbogi byrjuðu á að klæða húsið að innan og utan og svo þurfti að draga nýtt rafmagn í það og skipta út gluggunum sem voru ónýtir. „Það sem hefur komið voðalega mikið á óvart, er hvað ég er ótrúlega ánægð í litla krútthúsinu mínu.“ Hver millimeter nýttur Þau hjónin hafa verið mjög úrræðagóð og búið til mjög sérstakt svæði fyrir utan húsið með nokkurs konar torfhleðslu þar sem þau fá skjól og þar eru þau einnig með útisturtu. Svo útbjuggu þau setbaðkar sem er snilld í svona litlu húsi og þau földu ísskápinn í einum veggnum í eldhúsinu. „Þetta er bara eins og í sníðagerð, maður nýtir efnið til hins ítrasta.“ Björg segir að það þurfi ekki stórt hús til að líða vel og njóta. „Maður þarf að liggja yfir hverjum einasta millimeter og hugsa, hvað þarf ég? Hér er enginn óþarfi en hér er ekkert sem mér finnst ekki fallegt.“ Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í heimsókn í litla húsið hjá Björgu og Finnboga. Innlitið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Pínulítið íbúðarhús Bjargar með allt sem þarf!
Tíska og hönnun Hús og heimili Ísland í dag Tengdar fréttir Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01 Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira
Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01
Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01