Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2021 19:53 Siglfirðinar treysta mjög á það að samgöngur í gegnum jarðgöngin í sveitarfélaginu séu greiðar. Vísir/Egill Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23
„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11
Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01
Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent