Áttu börn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. september 2021 11:00 Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun