Hið skítuga leyndarmál vindorkunnar Ágústa Ágústsdóttir skrifar 11. september 2021 13:00 Eru vindmyllur grænar og hagkvæmur orkukostur? Árið 2014 gaf Alþjóðlega orkustofnunin (IEA) út skýrslu er sagði að 0,46% af orkuþörf heimsins væri framleidd með vindorku. Árið 2018 var vindorka samkvæmt IRENA (International Renewable Energy Agency), 16% allrar loftslagsvænnar endurnýjanlegrar orku í heiminum. Samkvæmt tölum IEA hefur útblástur koldíoxíðs (CO2) per höfðatölu í Evrópu minnkað um 29% frá árinu 1990, samhliða aukningu orkuneyslu um 27%. Í Asíu hinsvegar hefur útblástur CO2 aukist um 134%, einkum vegna kolakynntra orkuvera og orkuneyslan aukist um 418%. Á hverju ári er talið að orkuþörf heimsins aukist um 2%. Gefum okkur að „grænu“ vindmyllur heimsins eigi að fóðra þessa árlegu aukningu. Dæmigerður þéttleiki vindmylla í vindorkugarði er talinn vera um 20-35 hektarar per megawatt. Því yrði að reisa fleiri hundruð þúsund vindmyllur ár hvert, sem myndi spanna landsvæði á stærð við Bretlandseyjar og um helmingi af núverandi árs kolaframleiðslu Evrópusambandsins þyrfti til að byggja þær. Og munið að þetta er eingöngu til að fóðra 2% árlegu orkuaukninguna, ekki til að taka yfir jarðefnaeldsneyti sem nú er notað til að fullnægja um 80% af orkuþörf heimsins. „Helvíti á jörðu“ Eru vindmyllur í raun umhverfisvænar? Í segla hverfla (túrbína) vindmylla er notaður léttmálmurinn Neodymium sem framleiddur er að mestu í Kína, sem framleiðir um 90% allra fágætustu steinefna jarðar (rare earth metals). Tveir þriðju þeirra koma frá iðnaðarborginni Baotou í Innri-Mongólíu. Samkvæmt MIT er áætlað að í hverri 2 MW vindmyllu séu rúmlega 360 kg af Neodymium. Við vinnslu þess losnar geislavirkur úrgangur sem er meðal 7.000.000 tonna eiturefnaúrgangs á ári hverju, sem dælt er út í manngert, risastórt og sístækkandi „stöðuvatn“ sem er lítið annað en svört leðja. Eiturefni og þungmálmar hafa smitast yfir í grunnvatnið þannig að hvorki menn, skepnur né plöntur þrífast þar, en Baotou gengur undir nafninu „helvíti á jörðu“. Samkvæmt IAGS er áætlað að fyrir hvert tonn af unnum fágætum málmum er framleitt um eitt tonn af geislavirkum úrgangi. Með háværari kröfum svokallaðra umhverfisverndarsinna um fleiri vindorkugarða hefur eftirspurnin eftir Neodymium rokið upp. Svo meðan mótmælt er hástöfum notkun á kjarnorku, olíu og kolum vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem þau hafa á umhverfið, kjósa menn að horfa í hina áttina gagnvart þeim gríðarlegu og margfallt meiri umhverfisskemmdum sem framleiðsla vindmylla er. Óstöðugar og tug milljónir tonna af úrgangi safnast upp Vindmyllur eru yfirleitt hannaðar til að endast minnst 20 ár í erfiðu umhverfi eins og raka, hita, kulda, sandstormum og salti en þegar betur er skoðað er meðallíftíminn um 13-14 ár. Uppfæra þarf skrúfuna og blöðin á 10 ára fresti. Það veldur uppsöfnun þeirra sem oftast enda sem landfyllingarefni eða eru send til landa eins og Afríku. Þrátt fyrir að unnið sé að þróun „grænstáls“ og endurvinnslu á spöðum þurfum við þó að horfast í augu við að fyrir árið 2050 munu safnast upp tug milljónir tonna af gömlum vindmylluspöðum. 2ja megawatta vindmylla er um 250 tonn að heildarþyngd (71-79% stál, 11-16% trefjagler, plast eða trjákvoða, 5-7% járn eða steypujárn, 1% kopar og 0-2% ál). Til að búa til 1 tonn af stáli þarf u.þ.b. ½ tonn af kolum. 25 tonn í viðbót af kolum þarf til að framleiða sementið í undirstöðurnar. Þetta eru um 150 tonn af kolum per vindmyllu. Spaðar vindmyllu eru framleiddir úr trefjagleri sem nánast útilokað er að endurvinna og yfir líftíma þeirra dreyfist ógrynni af örplasti og trefjum út í umhverfið. Vindmyllur eru óstöðug orkuvinnsla og geta eingöngu fangað tæplega 60% vindorkunnar. Þá á eftir að reikna þá orku sem tapast vegna loftflæðis og þeirrar ókyrrðar sem túrbínan sjálf myndar, sem getur dregið framleiðsluna niður í 30-40%, þegar blæs. Annars stoppar hún! Gylliboð erlendra auðhringja Okkur Íslendingum er annt um ómengaða náttúru okkar og fuglalíf sem dregur til landsins milljónir ferðamanna árlega, auk þess sem við sjálf viljum njóta þessara gæða. Því er mikilvægt að standa í lappirnar gagnvart gylliboðum erlendra auðhringja til sveitastjórna víða um land, varðandi leyfi til að setja upp svo kallaða vidmyllugarða með tugi sjónmengandi vindmylla, með fölskum loforðum um bætt lífskjör og atvinnuuppbyggingu. Auk þessa stafar fuglalífi okkar veruleg hætta af þessu eins og verulegur dauði arna í Noregi hefur leitt í ljós. Ísland er einhver ríkasta þjóð heims af umhverfisvænni og endurnýjanlegri orku sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Við seljum þekkingu á þessu sviði til annarra landa þeim til aðstoðar við uppbyggingu loftslagsvænnar orkuframleiðslu. Því er það merkileg staðreynd að vinstri öfl landsins eru á góðri leið með að friða stóran hluta okkar grænu orku svo við getum ekki nýtt okkur hana. En nýting þeirrar orku með tilheyrandi umhverfisvænum iðnaði væri okkar stærsta raunverulega framlag til að bæta loftslag heimsins. Núna herja stórfyrirtæki eins og Qair Group á Ísland til þess að græða á loftlagsstefnu vinstri aflanna, sem þjóna hagsmunum okkar Íslendinga á engan hátt. Í þessu ljósi þykir mér fyrirsögn greinar Tryggva Þórs Herbertsonar, framkvæmdastjóra Qair Iceland „Vindur á Íslandi leysir kolabrennslu í Evrópu af hólmi“ umhugsunarverð en óskynsamleg og óraunhæf, en sýnir þó að taka þarf þessum hugmyndum um mengandi vindmyllur alvarlega því erlendir aðilar með íslenskum leppum eru farnir að sýna þessu áhuga víða um land með tilheyrandi þrýstingi og fagurgala. Ekki verður þörf fyrir þessa dýru vindorku innanlands svo þessir aðilar munu leita allra leiða til að flytja orkuna úr landi með sæstrengjum fjármögnuðum af öðrum aðilum. Leggja ber heldur áherslu á að ljúka þróun á djúpborunarverkefnum til umhverfisvænnar orkuvinnslu sem hefur litla sem enga sjónmengun í för með sér í náttúrunni. Já horfum okkur nær: „Það er hinn sári sannleikur að umhverfisvernd hefur lítið að gera með að bjarga umhverfinu því menn eru allt of viljugir að fórna umhverfinu fyrir hugmyndafræði sína“. (Damien Murphy) Því var áhugavert að heyra Bjarna Benediktson formann sjálfstæðismanna lýsa því yfir í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst síðastliðinn að vindorka sé eitthvað sem þurfi alvarlega að skoða hér á landi í tengslum við græna orkugjafa. Miðað við þróun loftlagsmála- og náttúruverndarhugmynda hér á landi um nokkurt skeið óttast ég framtíðina á meðan haldið verður áfram að kasta skynseminni á dyr fyrir hugmyndafræðina eina. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Umhverfismál Orkumál Ágústa Ágústsdóttir Alþingiskosningar 2021 Vindorka Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eru vindmyllur grænar og hagkvæmur orkukostur? Árið 2014 gaf Alþjóðlega orkustofnunin (IEA) út skýrslu er sagði að 0,46% af orkuþörf heimsins væri framleidd með vindorku. Árið 2018 var vindorka samkvæmt IRENA (International Renewable Energy Agency), 16% allrar loftslagsvænnar endurnýjanlegrar orku í heiminum. Samkvæmt tölum IEA hefur útblástur koldíoxíðs (CO2) per höfðatölu í Evrópu minnkað um 29% frá árinu 1990, samhliða aukningu orkuneyslu um 27%. Í Asíu hinsvegar hefur útblástur CO2 aukist um 134%, einkum vegna kolakynntra orkuvera og orkuneyslan aukist um 418%. Á hverju ári er talið að orkuþörf heimsins aukist um 2%. Gefum okkur að „grænu“ vindmyllur heimsins eigi að fóðra þessa árlegu aukningu. Dæmigerður þéttleiki vindmylla í vindorkugarði er talinn vera um 20-35 hektarar per megawatt. Því yrði að reisa fleiri hundruð þúsund vindmyllur ár hvert, sem myndi spanna landsvæði á stærð við Bretlandseyjar og um helmingi af núverandi árs kolaframleiðslu Evrópusambandsins þyrfti til að byggja þær. Og munið að þetta er eingöngu til að fóðra 2% árlegu orkuaukninguna, ekki til að taka yfir jarðefnaeldsneyti sem nú er notað til að fullnægja um 80% af orkuþörf heimsins. „Helvíti á jörðu“ Eru vindmyllur í raun umhverfisvænar? Í segla hverfla (túrbína) vindmylla er notaður léttmálmurinn Neodymium sem framleiddur er að mestu í Kína, sem framleiðir um 90% allra fágætustu steinefna jarðar (rare earth metals). Tveir þriðju þeirra koma frá iðnaðarborginni Baotou í Innri-Mongólíu. Samkvæmt MIT er áætlað að í hverri 2 MW vindmyllu séu rúmlega 360 kg af Neodymium. Við vinnslu þess losnar geislavirkur úrgangur sem er meðal 7.000.000 tonna eiturefnaúrgangs á ári hverju, sem dælt er út í manngert, risastórt og sístækkandi „stöðuvatn“ sem er lítið annað en svört leðja. Eiturefni og þungmálmar hafa smitast yfir í grunnvatnið þannig að hvorki menn, skepnur né plöntur þrífast þar, en Baotou gengur undir nafninu „helvíti á jörðu“. Samkvæmt IAGS er áætlað að fyrir hvert tonn af unnum fágætum málmum er framleitt um eitt tonn af geislavirkum úrgangi. Með háværari kröfum svokallaðra umhverfisverndarsinna um fleiri vindorkugarða hefur eftirspurnin eftir Neodymium rokið upp. Svo meðan mótmælt er hástöfum notkun á kjarnorku, olíu og kolum vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem þau hafa á umhverfið, kjósa menn að horfa í hina áttina gagnvart þeim gríðarlegu og margfallt meiri umhverfisskemmdum sem framleiðsla vindmylla er. Óstöðugar og tug milljónir tonna af úrgangi safnast upp Vindmyllur eru yfirleitt hannaðar til að endast minnst 20 ár í erfiðu umhverfi eins og raka, hita, kulda, sandstormum og salti en þegar betur er skoðað er meðallíftíminn um 13-14 ár. Uppfæra þarf skrúfuna og blöðin á 10 ára fresti. Það veldur uppsöfnun þeirra sem oftast enda sem landfyllingarefni eða eru send til landa eins og Afríku. Þrátt fyrir að unnið sé að þróun „grænstáls“ og endurvinnslu á spöðum þurfum við þó að horfast í augu við að fyrir árið 2050 munu safnast upp tug milljónir tonna af gömlum vindmylluspöðum. 2ja megawatta vindmylla er um 250 tonn að heildarþyngd (71-79% stál, 11-16% trefjagler, plast eða trjákvoða, 5-7% járn eða steypujárn, 1% kopar og 0-2% ál). Til að búa til 1 tonn af stáli þarf u.þ.b. ½ tonn af kolum. 25 tonn í viðbót af kolum þarf til að framleiða sementið í undirstöðurnar. Þetta eru um 150 tonn af kolum per vindmyllu. Spaðar vindmyllu eru framleiddir úr trefjagleri sem nánast útilokað er að endurvinna og yfir líftíma þeirra dreyfist ógrynni af örplasti og trefjum út í umhverfið. Vindmyllur eru óstöðug orkuvinnsla og geta eingöngu fangað tæplega 60% vindorkunnar. Þá á eftir að reikna þá orku sem tapast vegna loftflæðis og þeirrar ókyrrðar sem túrbínan sjálf myndar, sem getur dregið framleiðsluna niður í 30-40%, þegar blæs. Annars stoppar hún! Gylliboð erlendra auðhringja Okkur Íslendingum er annt um ómengaða náttúru okkar og fuglalíf sem dregur til landsins milljónir ferðamanna árlega, auk þess sem við sjálf viljum njóta þessara gæða. Því er mikilvægt að standa í lappirnar gagnvart gylliboðum erlendra auðhringja til sveitastjórna víða um land, varðandi leyfi til að setja upp svo kallaða vidmyllugarða með tugi sjónmengandi vindmylla, með fölskum loforðum um bætt lífskjör og atvinnuuppbyggingu. Auk þessa stafar fuglalífi okkar veruleg hætta af þessu eins og verulegur dauði arna í Noregi hefur leitt í ljós. Ísland er einhver ríkasta þjóð heims af umhverfisvænni og endurnýjanlegri orku sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Við seljum þekkingu á þessu sviði til annarra landa þeim til aðstoðar við uppbyggingu loftslagsvænnar orkuframleiðslu. Því er það merkileg staðreynd að vinstri öfl landsins eru á góðri leið með að friða stóran hluta okkar grænu orku svo við getum ekki nýtt okkur hana. En nýting þeirrar orku með tilheyrandi umhverfisvænum iðnaði væri okkar stærsta raunverulega framlag til að bæta loftslag heimsins. Núna herja stórfyrirtæki eins og Qair Group á Ísland til þess að græða á loftlagsstefnu vinstri aflanna, sem þjóna hagsmunum okkar Íslendinga á engan hátt. Í þessu ljósi þykir mér fyrirsögn greinar Tryggva Þórs Herbertsonar, framkvæmdastjóra Qair Iceland „Vindur á Íslandi leysir kolabrennslu í Evrópu af hólmi“ umhugsunarverð en óskynsamleg og óraunhæf, en sýnir þó að taka þarf þessum hugmyndum um mengandi vindmyllur alvarlega því erlendir aðilar með íslenskum leppum eru farnir að sýna þessu áhuga víða um land með tilheyrandi þrýstingi og fagurgala. Ekki verður þörf fyrir þessa dýru vindorku innanlands svo þessir aðilar munu leita allra leiða til að flytja orkuna úr landi með sæstrengjum fjármögnuðum af öðrum aðilum. Leggja ber heldur áherslu á að ljúka þróun á djúpborunarverkefnum til umhverfisvænnar orkuvinnslu sem hefur litla sem enga sjónmengun í för með sér í náttúrunni. Já horfum okkur nær: „Það er hinn sári sannleikur að umhverfisvernd hefur lítið að gera með að bjarga umhverfinu því menn eru allt of viljugir að fórna umhverfinu fyrir hugmyndafræði sína“. (Damien Murphy) Því var áhugavert að heyra Bjarna Benediktson formann sjálfstæðismanna lýsa því yfir í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst síðastliðinn að vindorka sé eitthvað sem þurfi alvarlega að skoða hér á landi í tengslum við græna orkugjafa. Miðað við þróun loftlagsmála- og náttúruverndarhugmynda hér á landi um nokkurt skeið óttast ég framtíðina á meðan haldið verður áfram að kasta skynseminni á dyr fyrir hugmyndafræðina eina. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar