Elvar, sem gekk til liðs við Melsungen í vor átti flottan leik sem fyrr segir og skoraði fimm mörk en það voru einnig aðrir Íslendingar sem tóku þátt í þessum leik. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og gamla brýnið Alexander Petersson skoraði eitt mark.
Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari MT Melsungen. Næsti leikur liðsins er heima gegn Fuchse Berlin.