Umhugsunarverð einkunnagjöf Sigþrúður Ármann skrifar 12. september 2021 16:31 Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Sigþrúður Ármann Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun