Leyfum eldra fólki að vinna Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir skrifa 13. september 2021 10:00 „Það verður kannski erfitt að fá pössun, en ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna.“ - Auglýsing Framsóknar. Eldra fólk hefur mætt ákveðnum órétti hér á landi varðandi starfslok. Þó er það viðurkennd staðreynd að í dag lifir fólk lengur og að fólk kringum sjötugt er enn margt fullfært um að vinna sína vinnu, en í dag gilda reglur um starfslokaaldur á fjölmörgum vinnustöðum. Víðast frá 65 til 70 ára en um það gilda lög um opinbera starfsmenn. Með þessu er vinnumarkaðurinn að neita sér um öflugan starfskraft, starfsreynslu og verðmæta þekkingu á öllum sviðum. Ásamt þessu er verið að vísa einstaklingum á dyr sem vilja vinna og eru enn fullfærir um það. Hér eru augljós sóknarfæri bæði í þágu eldra fólks sem og vinnumarkaðarins. Framsókn vill leyfa ömmu og afa að vinna Eldra fólk á að fá að vinna eins og það vill óháð aldri og starfslok eiga að miðast við færni en ekki aldur. Þeir einstaklingar sem vilja og geta haldið áfram að vinna eftir ákveðið „aldurstakmark“ eiga ekki að neyðast til að ljúka störfum. Framsókn vill afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun eða hætti störfum við ákveðinn aldur. Þeir sem vilja áfram vera virkir á vinnumarkaði eiga að hafa kost á því ef vilji bæði þeirra og vinnuveitanda er fyrir hendi. Einnig hafa sveigjanleg starfslok hjálpað æði mörgum við að auðvelda breytinguna. Það ætti að vera valkostur í samtali starfsmanns og yfirmanns þegar starfslok eru rædd. Framsókn vill afnema skerðingar Að auki á eldra fólk að eiga tækifæri að vinna án þess að þurfa að gjalda fyrir dugnað. Fjölmargt eldra fólk hefur brennandi áhuga á að fara út úr húsi, hitta fólk og starfsfélaga, vinna og taka þannig þátt í samfélaginu, en sjá ekki virði þess með þeim reglum sem eru við lýði í dag. Ásamt því er eldra fólk sem hefur þörf fyrir viðbótartekjur. Það á ekki að hindra fólk í að geta aflað sér tekna. Framsókn leggur áherslu á að almenna frítekjumarkið hækki í áföngum og að lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna verði afnumdar. Áhrif þess á ríkissjóð væru ekki svo gífurleg að það sé ótækt að ganga í slíkar breytingar. Við eigum að leyfa eldra fólki að vinna. Sú samfélagsmyndun sem blasir við í dag er allt önnur en áður og eldra fólk er margt í töluvert betra formi en tíðkaðist árum áður. Fólk lifir lengur, en lífaldur hefur lengst um meira en tíu ár á síðastliðnum áratugum og enn að lengjast. Fólk vill taka virkan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði eftir getu og þörfum. Ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna! Þórunn situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norðurAðalsteinn situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það verður kannski erfitt að fá pössun, en ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna.“ - Auglýsing Framsóknar. Eldra fólk hefur mætt ákveðnum órétti hér á landi varðandi starfslok. Þó er það viðurkennd staðreynd að í dag lifir fólk lengur og að fólk kringum sjötugt er enn margt fullfært um að vinna sína vinnu, en í dag gilda reglur um starfslokaaldur á fjölmörgum vinnustöðum. Víðast frá 65 til 70 ára en um það gilda lög um opinbera starfsmenn. Með þessu er vinnumarkaðurinn að neita sér um öflugan starfskraft, starfsreynslu og verðmæta þekkingu á öllum sviðum. Ásamt þessu er verið að vísa einstaklingum á dyr sem vilja vinna og eru enn fullfærir um það. Hér eru augljós sóknarfæri bæði í þágu eldra fólks sem og vinnumarkaðarins. Framsókn vill leyfa ömmu og afa að vinna Eldra fólk á að fá að vinna eins og það vill óháð aldri og starfslok eiga að miðast við færni en ekki aldur. Þeir einstaklingar sem vilja og geta haldið áfram að vinna eftir ákveðið „aldurstakmark“ eiga ekki að neyðast til að ljúka störfum. Framsókn vill afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun eða hætti störfum við ákveðinn aldur. Þeir sem vilja áfram vera virkir á vinnumarkaði eiga að hafa kost á því ef vilji bæði þeirra og vinnuveitanda er fyrir hendi. Einnig hafa sveigjanleg starfslok hjálpað æði mörgum við að auðvelda breytinguna. Það ætti að vera valkostur í samtali starfsmanns og yfirmanns þegar starfslok eru rædd. Framsókn vill afnema skerðingar Að auki á eldra fólk að eiga tækifæri að vinna án þess að þurfa að gjalda fyrir dugnað. Fjölmargt eldra fólk hefur brennandi áhuga á að fara út úr húsi, hitta fólk og starfsfélaga, vinna og taka þannig þátt í samfélaginu, en sjá ekki virði þess með þeim reglum sem eru við lýði í dag. Ásamt því er eldra fólk sem hefur þörf fyrir viðbótartekjur. Það á ekki að hindra fólk í að geta aflað sér tekna. Framsókn leggur áherslu á að almenna frítekjumarkið hækki í áföngum og að lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna verði afnumdar. Áhrif þess á ríkissjóð væru ekki svo gífurleg að það sé ótækt að ganga í slíkar breytingar. Við eigum að leyfa eldra fólki að vinna. Sú samfélagsmyndun sem blasir við í dag er allt önnur en áður og eldra fólk er margt í töluvert betra formi en tíðkaðist árum áður. Fólk lifir lengur, en lífaldur hefur lengst um meira en tíu ár á síðastliðnum áratugum og enn að lengjast. Fólk vill taka virkan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði eftir getu og þörfum. Ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna! Þórunn situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norðurAðalsteinn situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun