Færum valdið nær fólkinu Starri Reynisson skrifar 14. september 2021 16:00 Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Starri Reynisson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar