Stigmagnandi spenna vegna eldflaugaæfinga á Kóreuskaga Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2021 19:20 Farþegar á lestarstöð í Sól höfuðborg Suður Kóreu horfir á frétt um eldflaugaskot Norður Kórumanna á sunnudag. Chung Sung-Jun/Getty Images Eldflaugatilraunir stjórnvalda í Norður Kóreu hafa valdið vaxandi spennu í samskiptum Kóreuríkjanna. Kínverjar, Japanir og Bandaríkjamenn hafa einnig lýst áhyggjum af þróun mála. Norður Kóreumenn skutu tveimur langdrægum eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft á sunnudag. Flaugunum var skotið frá miðju landinu og flugu þær í 60 kílómetra hæð um 800 kílómetra út á Japanshaf. Þar með brutu Norður Kóreumenn gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum klukkustundum síðar skutu Suður Kóreumenn í fyrsta skipti nýrri tegund eldflaugar frá kafbáti og urðu þar með sjöunda þjóðin í heiminum til að búa yfir slíkri tækni. Fullyrt er að þetta eldflaugaskot hafi verið löngu fyrirhugað og það hafi ekki verið beint andsvar við eldflaugatilraunum norðanmanna. Norður Kóreumenn brugðust engu að síður við með því að skjóta skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Þessar tilraunir eru ekki til að bæta mikið spennuástand sem nú þegar ríkir í samskiptum asíuríkja, sérstaklega varðandi yfirráð yfir Suðurkínahafi. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans hefur komið óánægju stjórnvalda í Tokyo með eldflaugatilraunir Norður Kóerumanna á framfæri. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans fordæmir eldflaugatilraunir Norður Kóreu.Tomohiro Ohsumi/Getty Images „Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt eldflaugaskot Norður Kóreu og komið þeim sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld þar í gegnum sendiráð okkar í Peking. Þá höfum við haft náið samráð við stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður Kóreu frá því eldflaugunum var skotið á loft á sunnudag,“ segir Kato. Spennan á Kóreuskaga snertir einnig nágrannaríkin Kína og Japan. Sendimenn Bandaríkjanna, Japans og Suður Kóreu fyrir málefni Norður Kóreu funduðu í Tokyo í dag um stöðu mála og utanríkisráðherrar Kína og Suður Kóreu funduðu í Sól. Wang Yi utanríkisráðherra Kína segir mikilvægt að stuðla að stöðugleika á Kóreuskaga. „Við viljum auðvitað leggja okkar af mörkum til að stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga. En Norður Kórea er ekki ein um hernaðaraðgerðir á svæðinu. Fleiri ríki eiga þar hlut að máli. Þannig að allir aðilar ættu að leggjast á eitt um að koma á ný á viðræðum þeirra á milli,“ segir utanríkisráðherra Kína. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Norður Kóreumenn skutu tveimur langdrægum eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft á sunnudag. Flaugunum var skotið frá miðju landinu og flugu þær í 60 kílómetra hæð um 800 kílómetra út á Japanshaf. Þar með brutu Norður Kóreumenn gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum klukkustundum síðar skutu Suður Kóreumenn í fyrsta skipti nýrri tegund eldflaugar frá kafbáti og urðu þar með sjöunda þjóðin í heiminum til að búa yfir slíkri tækni. Fullyrt er að þetta eldflaugaskot hafi verið löngu fyrirhugað og það hafi ekki verið beint andsvar við eldflaugatilraunum norðanmanna. Norður Kóreumenn brugðust engu að síður við með því að skjóta skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Þessar tilraunir eru ekki til að bæta mikið spennuástand sem nú þegar ríkir í samskiptum asíuríkja, sérstaklega varðandi yfirráð yfir Suðurkínahafi. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans hefur komið óánægju stjórnvalda í Tokyo með eldflaugatilraunir Norður Kóerumanna á framfæri. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans fordæmir eldflaugatilraunir Norður Kóreu.Tomohiro Ohsumi/Getty Images „Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt eldflaugaskot Norður Kóreu og komið þeim sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld þar í gegnum sendiráð okkar í Peking. Þá höfum við haft náið samráð við stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður Kóreu frá því eldflaugunum var skotið á loft á sunnudag,“ segir Kato. Spennan á Kóreuskaga snertir einnig nágrannaríkin Kína og Japan. Sendimenn Bandaríkjanna, Japans og Suður Kóreu fyrir málefni Norður Kóreu funduðu í Tokyo í dag um stöðu mála og utanríkisráðherrar Kína og Suður Kóreu funduðu í Sól. Wang Yi utanríkisráðherra Kína segir mikilvægt að stuðla að stöðugleika á Kóreuskaga. „Við viljum auðvitað leggja okkar af mörkum til að stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga. En Norður Kórea er ekki ein um hernaðaraðgerðir á svæðinu. Fleiri ríki eiga þar hlut að máli. Þannig að allir aðilar ættu að leggjast á eitt um að koma á ný á viðræðum þeirra á milli,“ segir utanríkisráðherra Kína.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira