Velkomin heim Heiða Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 14:30 Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun