Velkomin heim Heiða Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 14:30 Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun