Vonar að takist að ná utan um hópsmit eftir að fimmtungur bæjarbúa fór í skimun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2021 20:02 Reyðarfjörður Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vonar að niðurstöður skimana sem um fimmtungur Reyðfyrðinga fór í í dag veiti einhvers konar heildarmynd á umfang hópsmits sem þar er komið upp. Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent