Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 11:43 Einkaaðilar bjóða nú upp á hraðpróf á fimm mismunandi stöðum. Vísir/vilhelm Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar. Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18
Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07
Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46