Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þau skiptust á að hafa forystuna. Þegar að flautað var til hálfleiks höfðu heimamenn þó tveggja marka forskot, 17-15.
Leikmenn Redbergslids héldu forskotinu vel allan seinni og náðu mest fjögurra marka forystu í stöðunni 27-23.
Teitur hafði haft fremur hægt um sig lengst af í leiknum, en tvö mörk í röð frá örvhentu skyttuni minnkuðu muninn í eitt mark þegar að um tvær mínútur voru til leiksloka.
Heimamenn héldu þó út og Teitur og félagar þurftu því að sætta sig við eins marks tap, 30-29. Þetta var annar leikur liðanna í deildinni, en Kristianstad er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir jafntefli gegn Savehof í fyrstu umferð.