Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 22:25 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira