Framtíðin ræðst á forsjálni Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 18. september 2021 07:31 Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar