Endurtók magnað afrek frá 2013 nema nú sem þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 09:01 Ekki fyrsti verðlaunapeningurinn sem Sigurvin vinnur á ferli sínum. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson varð á sínum tíma fimm sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH. Undir lok ferilsins hjálpaði hann svo Knattspyrnufélagi Vesturbæjar, KV, að komast upp í næstefstu deild. Í gær endurtók hann leikinn, nú sem þjálfari liðsins. KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira