Einar: Fullt af möguleikum til að ná stigum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2021 20:24 Einar Jónsson er kominn aftur í Fram þótt hann sjáist hér í Gróttubol. vísir/daníel Einar Jónsson stýrði Fram í fyrsta sinn í deildarleik í átta ár þegar liðið tapaði fyrir Haukum í kvöld, 29-27. Hann kvaðst nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna en var svekktur með tapið. „Ég er hundfúll. Það voru fullt af möguleikum til að ná stigum í dag. Á köflum vorum við sjálfum okkur verstir. Við fórum illa með þrjá til fjóra möguleika í hraðaupphlaupum. Þótt Haukar hafi leitt stærstan hluta leiksins var þetta dýrt. Svo gerðum við tvær ólöglegar skiptingar sem er hrikalega dýrt,“ sagði Einar. „Það er fúlt að tapa en ég er mjög ánægður með okkur. Við börðust í sextíu mínútur og það var margt mjög gott.“ Fram byrjaði seinni hálfleikinn vel en svo skoruðu Haukar fjögur mörk í röð. Það bil náðu Frammarar ekki að brúa. „Þegar augnablikið var með okkur gerðum við ólöglega skiptingu og tvisvar sinnum áttum við lélegar sendingar í hraðaupphlaupum. En við vorum að spila á móti frábæru liði og þeir refsa grimmt. Við getum ekki gert svona einföld mistök,“ sagði Einar. Vilhelm Poulsen skoraði tíu mörk fyrir Fram og var langatkvæðamestur í sóknarleik þeirra. Einar hefði kosið að fá meira framlag úr öðrum áttum. „Vill maður ekki alltaf meira framlag frá fleirum? Sömu leikmenn bera hitann og þungann af varnar- og sóknarleiknum. Kannski náðum við ekki að hreyfa liðið alveg nógu vel til að hafa ferska fætur inn á. Á köflum voru menn þreyttir. En Villi var frábær,“ sagði Einar að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Fram 29-27 | Deildarmeistararnir byrjuðu með sigri Haukar unnu tveggja marka sigur á Fram, 29-27, þegar liðin áttust við á Ásvöllum í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 18. september 2021 20:10 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
„Ég er hundfúll. Það voru fullt af möguleikum til að ná stigum í dag. Á köflum vorum við sjálfum okkur verstir. Við fórum illa með þrjá til fjóra möguleika í hraðaupphlaupum. Þótt Haukar hafi leitt stærstan hluta leiksins var þetta dýrt. Svo gerðum við tvær ólöglegar skiptingar sem er hrikalega dýrt,“ sagði Einar. „Það er fúlt að tapa en ég er mjög ánægður með okkur. Við börðust í sextíu mínútur og það var margt mjög gott.“ Fram byrjaði seinni hálfleikinn vel en svo skoruðu Haukar fjögur mörk í röð. Það bil náðu Frammarar ekki að brúa. „Þegar augnablikið var með okkur gerðum við ólöglega skiptingu og tvisvar sinnum áttum við lélegar sendingar í hraðaupphlaupum. En við vorum að spila á móti frábæru liði og þeir refsa grimmt. Við getum ekki gert svona einföld mistök,“ sagði Einar. Vilhelm Poulsen skoraði tíu mörk fyrir Fram og var langatkvæðamestur í sóknarleik þeirra. Einar hefði kosið að fá meira framlag úr öðrum áttum. „Vill maður ekki alltaf meira framlag frá fleirum? Sömu leikmenn bera hitann og þungann af varnar- og sóknarleiknum. Kannski náðum við ekki að hreyfa liðið alveg nógu vel til að hafa ferska fætur inn á. Á köflum voru menn þreyttir. En Villi var frábær,“ sagði Einar að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Fram 29-27 | Deildarmeistararnir byrjuðu með sigri Haukar unnu tveggja marka sigur á Fram, 29-27, þegar liðin áttust við á Ásvöllum í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 18. september 2021 20:10 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Fram 29-27 | Deildarmeistararnir byrjuðu með sigri Haukar unnu tveggja marka sigur á Fram, 29-27, þegar liðin áttust við á Ásvöllum í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 18. september 2021 20:10