Þegar litlu málin verða stóru málin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 19. september 2021 13:00 Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun