Á 35. mínútu kom Neal Maupay Brighton í forystu af punktinum eftir að Jannik Vestergaard handlék knöttinn innan vítateigs. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks.
Danny Welbeck tvöfaldaði forskot Brighton á 50. mínútu þegar að hann skallaði hornspyrnu Leandro Trossard í netið.
Jamie Vardy minnkaði muninn tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu Youri Tielemans, en nær komust Leicester ekki.
Brighton vann því góðan 2-1 sigur og er í þriðja sæti með 12 stig eftir fimm leiki. Leicester situr hins vegar í 12. sæti með sex stig.