Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:22 Þorgerður Katrín og Daði Már kynntu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. Aðsend Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Fleiri fréttir Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Innlent Kennarar óttist vanefndir Innlent „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Fleiri fréttir Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Sjá meira