Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér Sverrir Mar Smárason skrifar 19. september 2021 17:16 Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður í leikslok og stoltur af sínu liði sem fór með þrjú mikilvæg stig úr Breiðholtinu eftir sigur á Leikni Reykjavík. „Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
„Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti