Vítaspyrnurnar sem breyttu gangi máli á Íslandsmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2021 07:00 Árni brenndi af. Vísir/Hulda Margrét Sviptingar urðu á Íslandsmóti karla í fótbolta í gær er topplið deildarinnar fóru á erfiða útivelli. Eftir að hafa setið fastur yfir Smáranum í Kópavogi sveiflaðist pendúllinn og bendir nú á Fossvoginn þar sem ótrúlegir hlutir gætu gerst á næstu dögum. Erfitt er að lýsa leikjum gærdagsins með orðum enda einhver svakalegasta dramatík sem menn hafa upplifað. Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkinga - er eldri en tvævetur og upplifði margt á ferli sínum sem atvinnumaður. Hann sagðist hins vegar einfaldlega „hafa misst sig“ í hamagangnum er hans menn heimsóttu KR vestur í bæ. Víkingar hófu gærdaginn í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar á meðan Breiðablik var á toppnum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð og virst ósigrandi. Það breyttist í gær er Blikar heimsóttu Kaplakrika og mættu þar lærisveinum Ólafs Jóhannessonar í FH. Breiðablik var einu marki undir í Hafnafirði er brotið var á Árna Vilhjálmssyni á 76. mínútu leiksins. Á sama tíma er staðan 1-1 í Vesturbænum og Blikar því eins stigs forystu á toppi deildarinnar. Árni – sem skoraði úr vítaspyrnu í 3-0 sigrinum á Val fyrir aðeins örfáum dögum – brenndi af. Hann skaut yfir. „Ótrúlegar senur hér í Kaplakrika!!! Blikar fá dæmda vítaspyrnu upp úr þurru. Árni stígur á punktinn en setur boltann langt yfir markið!! Er stressið að fara með Blika,“ segir í textalýsingu Vísis frá Kaplakrika. Fór það svo að leiknum í Kaplakrika lauk með 1-0 sigri FH. Klippa: Vítaklúður Árna í Hafnafirði Á sama tíma og flautað var til leiksloka í Hafnafirði voru Víkingar komnir 2-1 yfir í Frostaskjóli og því á leið á topp deildarinnar. Það er þangað til Kári Árnason virtist handleika knöttinn innan vítateigs í uppbótartíma og allt fór fjandans til í Vesturbænum. Eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara sinn, og lyft rauða spjaldinu alls þrívegis, benti Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, á vítapunktinn. Í endursýningum af atvikinu var nær ómögulegt var að sjá hvort Kári hafi handleikið knöttinn og í viðtali eftir leik sagði hann svo ekki hafa verið. Pálmi Rafn brenndi einnig af vítaspyrnu gegn Keflavík. Sú var nær alveg eins og spyrnan sem hann brenndi af í gær.Vísir/Hulda Margrét Það skipti þó litlu máli hér er Pálmi Rafn Pálmason stillti boltanum upp. Ingvar Jónsson – markvörður Víkinga – sem hafði varið vítaspyrnu í dramatískum 1-0 sigri á Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrir skömmu og endurtók leikinn í Frostaskjólinu. Spyrna Pálma Rafns var nokkuð lík þeim fjórum vítaspyrnum sem hann hefur tekið til þessa á leiktíðinni. Raunar má fara lengra aftur í tímann. Hvert ætli Pálmi setji hann? Síðustu 7 víti gætu gefið hugmynd um það pic.twitter.com/4U8ICQ8v0L— Bjarki Már Ólafsson (@bjarkiolafs) September 20, 2021 Þær eru nákvæmar en ekki fastar og fara nær alltaf í vinstra hornið frá honum séð. Ingvar las það og varði vel með hægri hendi út við stöng. Í kjölfarið trylltust Víkingar af gleði. Skipti engu máli hvort þeir voru inn á vellinum, á varamannabekknum eða upp í stúku. Farið var yfir atvikið sem leiddi til vítaspyrnudómsins sem og spyrnuna sjálfa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnan sem KR fékk Skömmu síðar var leikurinn flautaður af, Víkingar fóru með 2-1 sigur af hólmi og eru nú í toppsæti Pepsi Max deildar karla með eins stigs forystu á Breiðablik fyrir lokaumferð deildarinnar. Lokaumferðin fer fram á laugardaginn kemur, þann 25. september. Breiðablik fær HK í heimsókn á meðan Víkingur fær Leikni Reykjavík í heimsókn. Bæði lið þar að mæta fornum fjendum og ef eitthvað er að marka gærdaginn gæti vel verið að við sjáum pendúlinn sveiflast allavega einu sinni, ef ekki tvisvar, á meðan leik stendur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík FH KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Breiðablik 1-0 | Tap í Hafnarfirði og örlög Blika ekki lengur í þeirra höndum Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði í 21. umferð Pepsi Max deildar karla. Þar með eru Blikar ekki í toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og örlögin ekki lengur í þeirra höndum. 19. september 2021 18:15 Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum. 19. september 2021 18:35 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Þetta datt ekki fyrir okkur í dag Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn FH í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í dag. 19. september 2021 19:06 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Erfitt er að lýsa leikjum gærdagsins með orðum enda einhver svakalegasta dramatík sem menn hafa upplifað. Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkinga - er eldri en tvævetur og upplifði margt á ferli sínum sem atvinnumaður. Hann sagðist hins vegar einfaldlega „hafa misst sig“ í hamagangnum er hans menn heimsóttu KR vestur í bæ. Víkingar hófu gærdaginn í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar á meðan Breiðablik var á toppnum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð og virst ósigrandi. Það breyttist í gær er Blikar heimsóttu Kaplakrika og mættu þar lærisveinum Ólafs Jóhannessonar í FH. Breiðablik var einu marki undir í Hafnafirði er brotið var á Árna Vilhjálmssyni á 76. mínútu leiksins. Á sama tíma er staðan 1-1 í Vesturbænum og Blikar því eins stigs forystu á toppi deildarinnar. Árni – sem skoraði úr vítaspyrnu í 3-0 sigrinum á Val fyrir aðeins örfáum dögum – brenndi af. Hann skaut yfir. „Ótrúlegar senur hér í Kaplakrika!!! Blikar fá dæmda vítaspyrnu upp úr þurru. Árni stígur á punktinn en setur boltann langt yfir markið!! Er stressið að fara með Blika,“ segir í textalýsingu Vísis frá Kaplakrika. Fór það svo að leiknum í Kaplakrika lauk með 1-0 sigri FH. Klippa: Vítaklúður Árna í Hafnafirði Á sama tíma og flautað var til leiksloka í Hafnafirði voru Víkingar komnir 2-1 yfir í Frostaskjóli og því á leið á topp deildarinnar. Það er þangað til Kári Árnason virtist handleika knöttinn innan vítateigs í uppbótartíma og allt fór fjandans til í Vesturbænum. Eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara sinn, og lyft rauða spjaldinu alls þrívegis, benti Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, á vítapunktinn. Í endursýningum af atvikinu var nær ómögulegt var að sjá hvort Kári hafi handleikið knöttinn og í viðtali eftir leik sagði hann svo ekki hafa verið. Pálmi Rafn brenndi einnig af vítaspyrnu gegn Keflavík. Sú var nær alveg eins og spyrnan sem hann brenndi af í gær.Vísir/Hulda Margrét Það skipti þó litlu máli hér er Pálmi Rafn Pálmason stillti boltanum upp. Ingvar Jónsson – markvörður Víkinga – sem hafði varið vítaspyrnu í dramatískum 1-0 sigri á Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrir skömmu og endurtók leikinn í Frostaskjólinu. Spyrna Pálma Rafns var nokkuð lík þeim fjórum vítaspyrnum sem hann hefur tekið til þessa á leiktíðinni. Raunar má fara lengra aftur í tímann. Hvert ætli Pálmi setji hann? Síðustu 7 víti gætu gefið hugmynd um það pic.twitter.com/4U8ICQ8v0L— Bjarki Már Ólafsson (@bjarkiolafs) September 20, 2021 Þær eru nákvæmar en ekki fastar og fara nær alltaf í vinstra hornið frá honum séð. Ingvar las það og varði vel með hægri hendi út við stöng. Í kjölfarið trylltust Víkingar af gleði. Skipti engu máli hvort þeir voru inn á vellinum, á varamannabekknum eða upp í stúku. Farið var yfir atvikið sem leiddi til vítaspyrnudómsins sem og spyrnuna sjálfa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Klippa: Stúkan: Vítaspyrnan sem KR fékk Skömmu síðar var leikurinn flautaður af, Víkingar fóru með 2-1 sigur af hólmi og eru nú í toppsæti Pepsi Max deildar karla með eins stigs forystu á Breiðablik fyrir lokaumferð deildarinnar. Lokaumferðin fer fram á laugardaginn kemur, þann 25. september. Breiðablik fær HK í heimsókn á meðan Víkingur fær Leikni Reykjavík í heimsókn. Bæði lið þar að mæta fornum fjendum og ef eitthvað er að marka gærdaginn gæti vel verið að við sjáum pendúlinn sveiflast allavega einu sinni, ef ekki tvisvar, á meðan leik stendur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík FH KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Breiðablik 1-0 | Tap í Hafnarfirði og örlög Blika ekki lengur í þeirra höndum Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði í 21. umferð Pepsi Max deildar karla. Þar með eru Blikar ekki í toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og örlögin ekki lengur í þeirra höndum. 19. september 2021 18:15 Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum. 19. september 2021 18:35 Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56 Þetta datt ekki fyrir okkur í dag Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn FH í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í dag. 19. september 2021 19:06 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Breiðablik 1-0 | Tap í Hafnarfirði og örlög Blika ekki lengur í þeirra höndum Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði í 21. umferð Pepsi Max deildar karla. Þar með eru Blikar ekki í toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og örlögin ekki lengur í þeirra höndum. 19. september 2021 18:15
Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum. 19. september 2021 18:35
Þurfum að ná tökum á tilfinningum okkar í vikunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, átti mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi beint eftir ótrúlega dramatískan 2-1 sigur sinna manna í Vesturbænum í dag. Víkingar eru nú einu sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. 19. september 2021 18:56
Þetta datt ekki fyrir okkur í dag Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn FH í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í dag. 19. september 2021 19:06