Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2021 11:52 Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur verið naumt í aðdraganda kosninganna. Vísir/Vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis. Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis.
Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira