„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:16 Rostungurinn er farinn, en fékk þó allavega að borða. Anouar Safiani Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“ Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Sjá meira
Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“
Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Sjá meira
Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23
Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46