„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:16 Rostungurinn er farinn, en fékk þó allavega að borða. Anouar Safiani Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“ Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“
Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23
Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46